Skatttekjur sveitarfélaga hafa aukist til muna síðastliðin ár en staðgreiðsla til sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs á fyrstu átta mánuðum ársins 2024, í samanburði við sama tímabil í fyrra, hefur aukist um 9,07%.
Um er að ræða hækkun úr 217 milljörðum króna í 236,7 milljarða króna.
Launahækkanir leika stórt hlutverk í auknum skatttekjum sveitarfélaganna en á síðustu árum hefur útsvarsprósenta einnig hækkað, nú síðast um 0,23%, með samsvarandi lækkun tekjuskattsprósentu ríkisins til að mæta kostnaði sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk.
Vinnandi einstaklingur með laun undir 1,2 milljónum á mánuði borgar í dag meira til sveitarfélags en ríkis og því ætti launafólk að fylgjast vel með hvernig sveitarfélög fara með þeirra fé.
Útsvarstekjur sveitarfélaganna á íbúa hækkuðu um 8 til 14% milli áranna 2022 til 2023. Þar af er mesta hækkunin milli ára hjá Reykjanesbæ en útsvarstekjur af hverjum íbúa fóru úr 629,7 þúsund krónum í 714,7 þúsund krónur.
Þrátt fyrir að vera með mestu hækkunina milli ára var Reykjanesbær það sveitarfélag sem var með lægstu útsvarstekjur af hverjum íbúa en skilaði engu að síður jákvæðu veltufé upp á tæpa 4 milljarða króna árið 2023
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði