Skatt­tekjur sveitar­fé­laga hafa aukist til muna síðast­liðin ár en stað­greiðsla til sveitar­fé­laga og Jöfnunar­sjóðs á fyrstu átta mánuðum ársins 2024, í saman­burði við sama tíma­bil í fyrra, hefur aukist um 9,07%.

Um er að ræða hækkun úr 217 milljörðum króna í 236,7 milljarða króna.

Launa­hækkanir leika stórt hlut­verk í auknum skatt­tekjum sveitar­fé­laganna en á síðustu árum hefur út­svars­prósenta einnig hækkað, nú síðast um 0,23%, með sam­svarandi lækkun tekju­skatts­prósentu ríkisins til að mæta kostnaði sveitar­fé­laga vegna þjónustu við fatlað fólk.

Vinnandi ein­stak­lingur með laun undir 1,2 milljónum á mánuði borgar í dag meira til sveitar­fé­lags en ríkis og því ætti launa­fólk að fylgjast vel með hvernig sveitar­fé­lög fara með þeirra fé.

Út­svars­tekjur sveitar­fé­laganna á íbúa hækkuðu um 8 til 14% milli áranna 2022 til 2023. Þar af er mesta hækkunin milli ára hjá Reykja­nes­bæ en út­svars­tekjur af hverjum íbúa fóru úr 629,7 þúsund krónum í 714,7 þúsund krónur.

Þrátt fyrir að vera með mestu hækkunina milli ára var Reykja­nes­bær það sveitar­fé­lag sem var með lægstu út­svars­tekjur af hverjum íbúa en skilaði engu að síður já­kvæðu veltu­fé upp á tæpa 4 milljarða króna árið 2023.

Ef tíma­bilið 2010 til 2023 er skoðað sést að út­svars­tekjur af hverjum íbúa hafa meira en tvö­faldast í öllum stærri sveitar­fé­lögum. Í Reykja­víkur­borg hafa út­svars­tekjur af hverjum íbúa hækkað um 142%, í Kópa­vogi 141%, í Garða­bæ 178% og um 138% í Sel­tjarnar­nes­bæ svo dæmi séu tekin.

Út­svars­tekjur virðast þróast nokkurn veginn í takt við launa­vísi­tölu en frá 2010 hefur árs­meðal­tal vísi­tölu heildar­launa hækkað um 121% hjá starfs­mönnum á al­mennum vinnu­markaði en 140% hjá opin­berum starfs­mönnum, sam­kvæmt gögnum frá Hag­stofu Ís­lands.

Þó að rekstur sveitar­fé­laganna hafi verið mis­jafn ár frá ári má sjá var­huga­verða þróun víða ef lengra tíma­bil er skoðað. Helst má þar nefna fjölgun stöðu­gilda um­fram í­búa­fjölgun með til­heyrandi launa­kostnaði.

Frá árinu 2010 hefur fjöldi stöðu­gilda hjá nær öllum sveitar­fé­lögunum vaxið hraðar en í­búa­fjöldi en slíkt verður að teljast ó­sjálf­bært til lengdar. Kópa­vogs­bær er eina sveitar­fé­lagið þar sem sjá má hægari fjölgun stöðu­gilda en íbúa.

Stöðu­gildum hjá Kópa­vogs­bæ hefur fjölgað um 12,3% frá árinu 2010 en í­búa­fjöldi hefur aukist um 30% á sama tíma­bili.

Á milli áranna 2022 og 2023 fækkaði stöðu­gildum hjá bænum um 3,2% sam­hliða því að í­búum fjölgaði um 1,5%.

Á­skrif­endur geta nálgast greiningu Við­skipta­blaðsins á fjár­málum sveitar­fé­laganna hér.