Sjórn Solid Clouds hefur ákveðið að fram­lengja viðræður við fjár­festa um fjár­mögnun á félaginu sem hófust í nóvember.

Stefnt er að því að ljúka fjár­mögnun á félaginu á fyrsta árs­fjórðungi en félagið hefur tryggt sér skammtíma­fjár­mögnun út janúar­mánuð.

Stjórnin hyggst einnig boða til hlut­hafa­fundar sem haldinn verður fyrri hluta janúar 2025.

Á fundinum verður óskað eftir samþykki hlut­hafa til út­gáfu skulda­bréfa að höfuðstóls­fjár­hæð allt að 175 milljónum króna, með rétti til að breyta kröfum sam­kvæmt þeim í hluti í félaginu.

Öllum hlut­höfum félagsins verður boðið að skrá sig fyrir kaupum á skulda­bréfum með breytirétti.

Sam­kvæmt til­lögu stjórnar fyrir hlut­hafa­fund munu bréfin hafa breytirétt í hluti í félaginu miðað við gengið 1 kr. fyrir hvern hlut nafn­verðs.

Þá er lagt til að stjórn fái heimild til að hækka hluta­fé félagsins um allt að 200 milljónir hluta vegna út­gáfu hluta í tengslum við nýtingu breytiréttar.

Fjár­mögnun á grund­velli skulda­bréfa með breytirétti verður nýtt til að gera upp skammtíma­fjár­mögnun félagsins, sbr. framan­greint, og fjár­magna rekstur félagsins að öðru leyti fram í mars 2025.

Fjár­mögnun á grund­velli skulda­bréfa með breytirétti verður nýtt til að gera upp skammtíma­fjár­mögnun félagsins, sbr. framan­greint, og fjár­magna rekstur félagsins að öðru leyti fram í mars 2025.

Loks hyggst stjórn leggja til á hlut­hafa­fundinum að stjórn fái heimild til að hækka hluta­fé félagsins um allt að 300 milljónir hluta vegna fram­haldsviðræðna við hæfa fjár­festa. Þá verður jafn­framt lagt til við hlut­hafa­fund að stjórn fái heimild til að hækka hluta­fé félagsins um allt að 100 milljónir hluta og verður hlut­höfum boðið að skrá sig fyrir nýjum hlutum í félaginu.