Sjórn Solid Clouds hefur ákveðið að framlengja viðræður við fjárfesta um fjármögnun á félaginu sem hófust í nóvember.
Stefnt er að því að ljúka fjármögnun á félaginu á fyrsta ársfjórðungi en félagið hefur tryggt sér skammtímafjármögnun út janúarmánuð.
Stjórnin hyggst einnig boða til hluthafafundar sem haldinn verður fyrri hluta janúar 2025.
Á fundinum verður óskað eftir samþykki hluthafa til útgáfu skuldabréfa að höfuðstólsfjárhæð allt að 175 milljónum króna, með rétti til að breyta kröfum samkvæmt þeim í hluti í félaginu.
Öllum hluthöfum félagsins verður boðið að skrá sig fyrir kaupum á skuldabréfum með breytirétti.
Samkvæmt tillögu stjórnar fyrir hluthafafund munu bréfin hafa breytirétt í hluti í félaginu miðað við gengið 1 kr. fyrir hvern hlut nafnverðs.
Þá er lagt til að stjórn fái heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að 200 milljónir hluta vegna útgáfu hluta í tengslum við nýtingu breytiréttar.
Fjármögnun á grundvelli skuldabréfa með breytirétti verður nýtt til að gera upp skammtímafjármögnun félagsins, sbr. framangreint, og fjármagna rekstur félagsins að öðru leyti fram í mars 2025.
Fjármögnun á grundvelli skuldabréfa með breytirétti verður nýtt til að gera upp skammtímafjármögnun félagsins, sbr. framangreint, og fjármagna rekstur félagsins að öðru leyti fram í mars 2025.
Loks hyggst stjórn leggja til á hluthafafundinum að stjórn fái heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að 300 milljónir hluta vegna framhaldsviðræðna við hæfa fjárfesta. Þá verður jafnframt lagt til við hluthafafund að stjórn fái heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að 100 milljónir hluta og verður hluthöfum boðið að skrá sig fyrir nýjum hlutum í félaginu.