Forsætisráðherra lagði fram frumvarp um Seðlabanka Íslands fyrr í mánuðinum þar sem kveðið er á um rekstraröryggi greiðslumiðlunar. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur haft málið til umfjöllunar síðustu vikur og kallaði eftir umsögnum frá ýmsum aðilum.

Málið tók einhverjum breytingum milli þess að það var kynnt í samráðsgátt og þar til það var lagt fram á Alþingi en meginatriði frumvarpsins virðast hafa haldið - að koma á fót innlendri smágreiðslulausn sem þjóni þjóðaröryggi og fjármálastöðugleika og auki hagkvæmni í smágreiðslumiðlun.

Forsætisráðherra lagði fram frumvarp um Seðlabanka Íslands fyrr í mánuðinum þar sem kveðið er á um rekstraröryggi greiðslumiðlunar. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur haft málið til umfjöllunar síðustu vikur og kallaði eftir umsögnum frá ýmsum aðilum.

Málið tók einhverjum breytingum milli þess að það var kynnt í samráðsgátt og þar til það var lagt fram á Alþingi en meginatriði frumvarpsins virðast hafa haldið - að koma á fót innlendri smágreiðslulausn sem þjóni þjóðaröryggi og fjármálastöðugleika og auki hagkvæmni í smágreiðslumiðlun.

Hagsmunaaðilar hafa í þrígang skilað umsögn um málið og virðast þær efnislega lítið hafa breyst. Flestir virðast sammála um að þörf sé á að styrkja heimildir Seðlabankans, enda mikilvægt með tilliti til þjóðarhagsmuna. Það sé þó ekki sama hvaða leið sé farin.

Meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er hvað fyrirhuguð lagasetning er óskýr og óljóst hvaða takmark eigi að nást, enda þjóðaröryggi og hagkvæmni tveir ólíkir þættir.

Þá sé ekki víst að áformin séu í samræmi við samkeppnislög og stjórnarskrá, deila megi um inngrip hins opinbera á þessum markaði og enn eigi eftir að koma í ljós hverju samtal milli Seðlabankans og aðila á markaði eigi eftir að skila.

Einnig liggur ekki fyrir hvernig tryggja eigi útbreiðslu nýrrar lausnar á markaði þar sem kortagreiðslur eru jafn útbreiddar og rótgrónar og raun ber vitni en árið 2021 áttu til að mynda um 92% af greiðslum heimila við kaup á vöru og þjónustu sér stað með greiðslukorti.

Kostnaðurinn við nýja lausn er svo annar kapítuli út af fyrir sig.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út í morgun. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.