Frumvarp forsætisráðherra um rekstraröryggi í greiðslumiðlun og auknar heimildir Seðlabankans hefur sætt nokkri gagnrýni. Fjárflæði ehf. hefur meðal annars skilað inn umsögn en fyrirtækið starfar á íslenskum færsluhirðingamarkaði. Segist fyrirtækið sakna þess að samráð hafi verið haft við aðila sem starfa á þeim markaði.

Frumvarp forsætisráðherra um rekstraröryggi í greiðslumiðlun og auknar heimildir Seðlabankans hefur sætt nokkri gagnrýni. Fjárflæði ehf. hefur meðal annars skilað inn umsögn en fyrirtækið starfar á íslenskum færsluhirðingamarkaði. Segist fyrirtækið sakna þess að samráð hafi verið haft við aðila sem starfa á þeim markaði.

Í umsögninni kemur fram að Fjárflæði hafi undanfarin fimm ár verið að innleiða nýtt færsluhirðingarkerfi hér á landi og að ekki megi vanmeta hversu flókið og margvíslegt umhverfi kaupmenn búa við í rekstri. Hjá Fjárflæði hafi það gengið erfiðlega og gengið verulega hægt að tengjast kassakerfum þar sem þau eru mörg hver komin til ára sinna og nánast ógerningur að tengja þau nýrri tækni.

„Innleiðing á nýrri greiðsluleið gæti því orðið afar kostnaðarsöm og tímafrek fyrir minni kaupmenn sem kjósa að taka þátt i nýrri leið. Óljóst er í gögnum frá Seðlabankanum hvort kaupmönnum verði gert skylt að taka þátt í nýrri greiðsluleið og eins er óljóst hver ber kostnað af þeirri innleiðingu sem án efa verður umtalsverður,“ segir í umsögninni.

Seðlabankinn skilaði einnig inn umsögn en bankinn segir að ekki standi til að koma á fót „nýrri ríkislausn“, heldur sé verið að nýta millibanka- og innlánskerfi og bankaöpp sem þegar eru til staðar og að lausnin muni felast í einfaldari samskipta- og boðleið. Einnig er ítrekað að ekki standi til að fara í samkeppni við markaðsaðila í smágreiðslumiðlun.

Verslunar- og þjónustuaðilar verði þá ekki skyldaðir til að taka við greiðslum samkvæmt lausninni heldur verði treyst á að hvatinn verði nægjanlegur vegna ávinnings þeirra aðila.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.