S &P 500 vísi­talan hefur hækkað um 11% það sem af er ári og allt stefndi í bola­markað í byrjun vikunnar. Vísi­tala hefur hækkað um 20% frá því októ­ber í fyrra á sama tíma og sam­bæri­legar vísi­tölur í Evrópu hafa hækkað um 10% á árinu.

Hækkunin hefur komið eigna­stýringar­fyrir­tækjum vestan­hafs á ó­vart og virðist vísi­talan ekki hafa tekið neitt högg þrátt fyrir háa stýri­vexti, gjald­þrot meðal­stórra banka í Banda­ríkjunum sem og hækkun skulda­þaks Banda­ríska ríkisins.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal eru greiningar­aðilar og fjár­festar vestan­hafs þó ekki sann­færðir um að bola­markaður sé í upp­siglingu. Ef hækkunin er skoðuð gaum­gæfi­lega má sjá víð­feðmi markaðarins er að aukast. Fá fyrir­tæki eru að taka þátt í því að rífa S&P 500 vísi­töluna upp og gefur það merki um vand­ræði gæti verið í upp­siglingu.

Auðvelt að láta hækkunina blekkja sig


„Ef þú skoðar S&P 500 vísi­töluna er auð­velt að láta plata sig og halda að markaðurinn sé á góðum stað. Hreyfingar eru miklar og hagnaður er að taka við sér,“ segir Seema Shah, for­stöðu­maður eigna­stýringar hjá Principal Asset Mana­gement. „En það gefur hins vegar ranga mynd af því sem er að gerast undir yfir­borðinu.“

Síðustu ár á banda­rískum markaði hafa verið lituð af hluta­bréfum tækni­fyrir­tækja. Hlut­deild þeirra á markaði hefur hins vegar aukist til muna.

Getur verið fyrirboði niðursveiflu

Átta stærstu tækni­fyrir­tækin í Banda­ríkjunum, Alp­habet, Amazon, App­le, Meta, Micros­oft, Net­flix, Tesla og Nvidia, eru nú 30% af markaðs­virði S&P 500 vísi­tölunnar. Mun það vera hækkun úr 22% í byrjun árs.

Ein leið til að sjá raun­veru­legu stöðuna á S&P 500 er að gefa öllum fyrir­tækjunum sömu vigt óháð stærð en þá hefur hún einungis hækkað um 1,1% það sem af er ári.

Sögulega er markaðurinn heilbrigðari þegar mörg hlutabréf hækka í sameiningu. Örfá fyrirtæki að stinga önnur af getur einnig gefir merki um að snörp niðursveifla sé á leiðinni.