S &P 500 vísitalan hefur hækkað um 11% það sem af er ári og allt stefndi í bolamarkað í byrjun vikunnar. Vísitala hefur hækkað um 20% frá því október í fyrra á sama tíma og sambærilegar vísitölur í Evrópu hafa hækkað um 10% á árinu.
Hækkunin hefur komið eignastýringarfyrirtækjum vestanhafs á óvart og virðist vísitalan ekki hafa tekið neitt högg þrátt fyrir háa stýrivexti, gjaldþrot meðalstórra banka í Bandaríkjunum sem og hækkun skuldaþaks Bandaríska ríkisins.
Samkvæmt The Wall Street Journal eru greiningaraðilar og fjárfestar vestanhafs þó ekki sannfærðir um að bolamarkaður sé í uppsiglingu. Ef hækkunin er skoðuð gaumgæfilega má sjá víðfeðmi markaðarins er að aukast. Fá fyrirtæki eru að taka þátt í því að rífa S&P 500 vísitöluna upp og gefur það merki um vandræði gæti verið í uppsiglingu.
S &P 500 vísitalan hefur hækkað um 11% það sem af er ári og allt stefndi í bolamarkað í byrjun vikunnar. Vísitala hefur hækkað um 20% frá því október í fyrra á sama tíma og sambærilegar vísitölur í Evrópu hafa hækkað um 10% á árinu.
Hækkunin hefur komið eignastýringarfyrirtækjum vestanhafs á óvart og virðist vísitalan ekki hafa tekið neitt högg þrátt fyrir háa stýrivexti, gjaldþrot meðalstórra banka í Bandaríkjunum sem og hækkun skuldaþaks Bandaríska ríkisins.
Samkvæmt The Wall Street Journal eru greiningaraðilar og fjárfestar vestanhafs þó ekki sannfærðir um að bolamarkaður sé í uppsiglingu. Ef hækkunin er skoðuð gaumgæfilega má sjá víðfeðmi markaðarins er að aukast. Fá fyrirtæki eru að taka þátt í því að rífa S&P 500 vísitöluna upp og gefur það merki um vandræði gæti verið í uppsiglingu.
Auðvelt að láta hækkunina blekkja sig
„Ef þú skoðar S&P 500 vísitöluna er auðvelt að láta plata sig og halda að markaðurinn sé á góðum stað. Hreyfingar eru miklar og hagnaður er að taka við sér,“ segir Seema Shah, forstöðumaður eignastýringar hjá Principal Asset Management. „En það gefur hins vegar ranga mynd af því sem er að gerast undir yfirborðinu.“
Síðustu ár á bandarískum markaði hafa verið lituð af hlutabréfum tæknifyrirtækja. Hlutdeild þeirra á markaði hefur hins vegar aukist til muna.
Getur verið fyrirboði niðursveiflu
Átta stærstu tæknifyrirtækin í Bandaríkjunum, Alphabet, Amazon, Apple, Meta, Microsoft, Netflix, Tesla og Nvidia, eru nú 30% af markaðsvirði S&P 500 vísitölunnar. Mun það vera hækkun úr 22% í byrjun árs.
Ein leið til að sjá raunverulegu stöðuna á S&P 500 er að gefa öllum fyrirtækjunum sömu vigt óháð stærð en þá hefur hún einungis hækkað um 1,1% það sem af er ári.
Sögulega er markaðurinn heilbrigðari þegar mörg hlutabréf hækka í sameiningu. Örfá fyrirtæki að stinga önnur af getur einnig gefir merki um að snörp niðursveifla sé á leiðinni.