Ólafur Hrafn Höskulds­son, fjár­mála­stjóri Arion banka, segir ó­verð­tryggð lán með föstum vöxtum mun dýrari en þörf er á þar sem ís­lensk lög skylda alla með í­búða­lán til að kaupa sér heimild til upp­greiðslu í formi hærri vaxta.

Þetta skrifar Ólafur í pistli á Lin­kedin og fylgir þannig eftir fyrri pistli sínum um sama efni þar sem hann sagði gull­húðun ís­lenskra stjórn­valda sé að valda þessu.

Sam­tök fyrir­tækja í fjár­mála­þjónustu hafa sagt að fyrir­komu­lagið smitist yfir á skulda­bréfa­markað því bankar geti fyrir vikið ekki fjár­magnað sig með löngum sér­tryggðum skulda­bréfum á móti fast­vaxta­í­búða­lánum.

Máli sínu til stuðnings bendir Ólafur á vaxta­feril ó­verð­tryggðra ís­lenskra ríkis­skulda­bréfa en eins og sjá má á myndinni er mikill niður­halli, þ.e. vextir fyrir lengri skulda­bréf eru tölu­vert lægri en fyrir þau styttri.

Sam­svarandi feril má sjá á sér­tryggðum skulda­bréfum sem bankar nota helst, á­samt inn­lánum, til að fjár­magna í­búða­lán.

„Tak­markanir á upp­greiðslu­þóknunum gera það að verkum að á Ís­landi eru í raun öll í­búa­lán stutt í augum lán­veitanda. Lán með breyti­lega vexti hafa enga upp­greiðslu­þóknun og lán með fasta vexti hafa það lága upp­greiðslu­þóknun að hún veitir litla vörn fyrir lán­veitandann. Í raun skyldar þessi laga­setning alla Ís­lendinga með í­búða­lán til að kaupa sér heimild til upp­greiðslu í formi hærri vaxta. En er það örugg­lega það sem allir vilja?“ spyr Ólafur

„Ég myndi vilja geta boðið ó­verð­tryggð í­búða­lán til lengri tíma með föstum vöxtum sem væru langt undir því sem nú býðst. Þessi lán gæfu lán­tak­endum al­gjör­lega fyrir­séða greiðslu­byrði og niður­greiðslu­feril án ó­vissu. En það væri ekki á­byrgt af mér að bjóða slík lán þegar ó­víst er hvort lánið verði hjá bankanum út láns­tímann eða upp­greiðslu­þóknunin endur­speglar ekki mögu­legt tap bankans ef til upp­greiðslu kemur,“ skrifar Ólafur.

Í fyrri pistli sínum sagði Ólafur að at­vinnu­lífið hafa um margra ára skeið bent á að ís­lensk stjórn­völd hafi gengið lengra og sett þyngjandi á­kvæði um­fram lág­marks­kröfur sem gerðar eru í EES-gerðum við inn­leiðingu.

Hann rifjaði þar upp að fyrir tæp­lega ára­tug hafi verið sett eitt prósent há­mark á upp­greiðslu­gjöld, í reynd 0,2 til 0,6 prósent fyrir lán með föstum vöxtum til þriggja ára eins og flest þau sem eru í boði nú.

Þá á­kváðu ís­lensk stjórn­völd ekki að fara eftir for­dæmum frá út­löndum heldur gengið lengra en víðast hvar í heiminum.

„Svona er þetta stundum með reglu­verkið. Var þetta ætlunin? Er ein­hver í stjórn­sýslunni að fylgja þessu eftir?“ spyr Ólafur að lokum.