Óvíst er hvort von er á löglegum aðgangi að streymiveitunni Netflix á Íslandi líkt og til hefur staðið. Sam-félagið náði samningum við Netflix í lok febrúar á þessu ári en stefnt var að því að opnað yrði fyrir þjónustu þess seint á þessu ári.

Að sögn Árna Samú­elssonar, forstjóra Sam-félagsins, hefur hann ekki heyrt frá forsvarsmönnum Netflix í mánuð en hann býst við að ræða við þá í Los Angeles eftir áramót. Ef allt gengur að óskum verður opnað fyrir aðgang að Netflix á Íslandi á fyrstu mánuðum næsta árs.

„Þeir fengu ársfrestun á því að láta samninginn sem við gerðum við þá taka gildi,“ segir Árni. „Við veittum það og seldum þeim 250 myndir. Þeir fá ekki annan frest á að koma til Íslands. Annaðhvort koma þeir núna eða að þeir borga samninginn upp í topp.“