Lars Fruerga­ard Jørgen­sen, for­stjóri Novo Nor­disk, ákvað að tjá sig um for­seta­kosningarnar í Bandaríkjunum á fjár­festa­fundi í Dan­mörku í morgun í tengslum við upp­gjör lyfjarisans á þriðja árs­fjórðungi.

„Við sjáum hver staðan er núna og ég ætla ekki að fara að staðhæfa hver verður næsti for­seti Bandaríkjanna en það lítur út fyrir það verði Trump. Það er enn of snemmt að segja til um hvaða áhrif þetta muni hafa á lyfja­iðnaðinn og fyrir­tækið okkar sér­stak­lega,“ sagði Jørgen­sen en Børsen greinir frá.

Hann bætti við að hvernig sem færi væri Novo Nor­disk al­vant að starfa í óstöðugu stjórn­mála­um­hverfi.

„Við þjónustum markað með mjög sértæka eftirspurn, sem er fólk með króníska sjúkdóma og það er ekkert að breytast. Við höfum alltaf einblínt á að vinna með hverjum sem er, sem semur lögin,“ bætti hann við.

Tekjur Novo Nor­disk námu 71,3 milljörðum danskra króna á þriðja árs­fjórðungi sem sam­svarar um 1423 milljörðum ís­lenskra króna. Um 21% tekju­vöxt er að ræða frá sama tíma­bili í fyrra.

Rekstrar­hagnaður lyfjarisans var 33,6 milljarðar danskra króna á fjórðungunum sem sam­svarar um 670 milljörðum ís­lenskra króna.