Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagðist ætla að taka ákvörðun á næstu mánuðum með sínu fólki um hvort hann óski eftir endurkjöri á næsta landsfundi sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Þetta sagði hann í ræðu á flokksráðsfundi flokksins sem hófst klukkan 13.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagðist ætla að taka ákvörðun á næstu mánuðum með sínu fólki um hvort hann óski eftir endurkjöri á næsta landsfundi sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Þetta sagði hann í ræðu á flokksráðsfundi flokksins sem hófst klukkan 13.

Bjarni sagðist ætla að upplýsa um ákvörðun sína með góðum fyrirvara en landsfundurinn verður haldinn í febrúar á næsta ári. Ef hann hættir sem formaður er líklegast að hann hætti í stjórnmálum, en hann hefur setið á Alþingi frá árinu 2003.

Hann sagðist einnig ælta að leiða ríkisstjórnina til enda.

„En hvernig sem allt fer þá er í þessu til að klára þau verk­efni sem mér hafa verið fal­in og leiða þessa rík­is­stjórn allt til enda.“

Bjarni endaði ræðu sína á því að vitna í Davíð Oddsson fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra og ritstjóra Morgunblaðsins í næstum fimmtán í þessum mánuði.

Ræða Davíðs var frá árinu 2011 þegar flokkurinn var með sterkan vind í fangið.

„Það má vera, en hvað með það? Þetta er póli­tísk­ur vind­ur sem á okk­ur belj­ar. Póli­tísk­ur vind­ur lýt­ur ekki lög­mál­um Veður­stof­unn­ar. Öflug­ur flokk­ur sem ekki hef­ur svipt sjálf­an sig sjálfs­traust­inu get­ur annað tveggja siglt vind­inn eða breytt vindátt­inni sér í hag.”