Fyrsta skóflustunga var tekin að nýrri padelhöll í Tennishöllinni í Kópavogi á sumardaginn fyrsta en þar er verið að stækka núverandi padelaðstöðu sem Tennishöllin hefur hingað til boðið upp á. Að verkinu loknu, síðar á þessu ári, verða sex nýir vellir tilbúnir til notkunar.

Tennishöllin opnaði tvo fyrstu padelvelli á landinu í byrjun september 2019 og frá því hafa vinsældir íþróttarinnar hér á landi vaxið hratt.

Vellirnir tveir sem Tennishöllin býður upp á eru fullbókaðir alla daga og komast færri að en vilja. Að sögn eigenda er padel líklegast hraðast vaxandi íþrótt í heiminum í dag en mikil vinsældarsprengja átti sér íþróttinni þegar heimsfaraldur skall á.

Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, segir að undanfarin sex ár hafi Tennishöllin verið eini staðurinn á landinu þar sem hægt var að spila padel. Áhuginn á padel hafi fyrst farið rólega af stað en hann segir að nú sé staðan önnur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.