Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði, hefur boðið sig fram til formanns Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Lovísa Ólafsdóttir, hagfræðinemi býður sig fram til varaformanns.

Páll Orri er 24 ára uppalinn Keflvíkingur sem er á sínu lokaári í meistaranámi í lögfræði í HR. Hann hefur verið virkur í ungliðastarfi flokksins um árabil, sat í stjórn Heimis, félags ungra sjálfstæðismanna í Keflavík og hefur setið í framkvæmdastjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna frá árinu 2019. Þá sat hann í aðalstjórn nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja öll sín menntaskólaár og gegndi embætti formanns síðasta árið sitt.

Lovísa er 21 árs hagfræðinemi við Háskóla Íslands sem situr í stjórn Ökonomiu, félags hagfræðinema við skólann. Áður gekk Lovísa í Verzlunarskóla Íslands og var þar virk í félagsstarfinu, sat hún í stjórn Nemó og var í MORFÍs liði skólans og sigraði keppnina, ásamt liðinu, árið 2019.

„Heimdallur er mikilvægt afl innan Sjálfstæðisflokksins, hvort tveggja sem vettvangur fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á starfi flokksins og vill taka þátt og einnig afl til að veita kjörnum fulltrúum aðhald. Ég vil að Heimdallur verði leiðandi ungliðahreyfing í Reykjavík og hafi áhrif innan flokksins sem og utan hans. Að mínu mati er nauðsynlegt að veita ríkjandi öflum kröftugt aðhald. Það er til dæmis nóg komið af harmleik borgarstjórnar Reykjavíkur og er aðhaldsins sannarlega þörf þar,” segir Páll Orri.

Ásamt Páli og Lovísu bjóða eftirfarandi einstaklingar sig fram í stjórn:

 • Alma Jenný Arnarsdóttir, 22 ára, starfsmaður hjá Sýn
 • Ásdís Karen Halldórsdóttir, 23 ára, nemi í fjármálaverkfræði við Háskólann í Reykjavík og knattspyrnukona
 • Birkir Örn Þorsteinsson, 21 árs, nemi í hagfræði við Háskóla Íslands
 • Dóra Tómasdóttir Nordal, 18 ára, nemi í Menntaskólanum í Reykjavík
 • Eydís Helga Viðarsdóttir, 20 ára, nemi í lögfræði við Háskóla Íslands
 • Gísli Garðar Bergsson, 19 ára, nemi í hugbúnaðarverkfræði við Háskólann í Reykjavík
 • Mikael Harðarson, 24 ára, starfsmaður hjá Verði - tryggingarfélagi
 • Pétur Már Sigurðsson, 22 ára, frumkvöðull
 • Salka Sigmarsdóttir, 20 ára, nemi í Verzlunarskóla Íslands
 • Victor Snær Sigurðsson, 22 ára, nemi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík

Þá bjóða eftirfarandi einstaklingar sig fram í varastjórn:

 • Eymar Jansen, 22 ára, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands
 • Emilíanna Rut Mikaelsdóttir, 20 árs, nemi í lögfræði við Háskóla Íslands
 • Elísabet Sara Gísladóttir, 20 ára, nemi í lífeindafræði við Háskóla Íslands
 • Kári Freyr Kristinsson, 20 ára, nemi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík
 • Styrkár Davíðsson, 19 ára, athafnamaður
 • Ragnar Alex Ragnarsson, 22 ára, nemi í lögfræði við Háskóla Íslands
Frambjóðendur til stjórnar og varastjórnar Heimdallar.