Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur bæst við eigendahóp veitingastaðarins Indican og er einn af þeim sem standa á bakvið opnun á nýjum Indican stað í Borg29 mathöllinni í Borgartúni. Veitngastaðurinn selur indverskan mat.
Í fréttatilkynningu þar sem greint er frá þessu er farið yfir hvernig kom það til að einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar ákvað að hasla sér völl í veitingabransanum
„Valgeir Gunnlaugsson betur þekktur sem Valli Flatbaka, vinur Palla, er einn eigenda Indican. Þegar Indican opnaði nýlega fyrir dyr sínar í Vesturbænum við Hagamel 67 fór Palli að sjálfsögðu að smakka. Tók upp myndband af sér borða matinn þar sem hann sagði: „Ertu ekki að grínast í mér, þetta er gaaalið gott!” Það myndband endaði á samfélagsmiðlum með góðfúslegu leyfi Palla, dreifðist og fékk vægast sagt góðar undirtektir. En það myndband sló heldur betur í gegn og er komið með 60.000 áhorf á samfélagsmiðlinum TikTok og ekki nóg með það heldur hefur hljóðbrot af setningu Palla dreifst eins og eldur um sinu og endaði í áramótaskaupinu í loka laginu þar sem fyrsta setning Palla er „Ertu ekki að grinast í mér þetta galið gott”,“ segir í fréttatilkynningunni.
„Þetta gerðist allt mjög hratt. Palli sendir á mig þetta fræga video. Hann varð strax „fan” og fannst þetta „gaalið gott”. Mér fannst það ofboðslega einlægt, fyndið og flott. Spyr hvort ég megi ekki pósta þessu.
Palli, eins frábær og hann er, segir við mig að ég megi alveg setja þetta á samfélagsmiðlana okkar, sem og við gerum. Áður en við vitum af erum við „gone viral”
Hann er síðan eitt hádegið að borða á Indican í Vesturbænum og heldur áfram að dásama matinn. Ég segi við hann í léttu djóki fyrst honum finnst þetta svona gott ætti hann bara að vera meðeigandi með okkur. Hann horfði á mig og sagði: „Veistu hvað Valli þetta er ekkert svo gaalin hugmynd” næsta sem ég veit þá Palli farin frá því að vera „fan” yfir í að vera „meðeigandi” minn.
Okkur síðan nýlega bauðst tækifæri á því að opna Indican í mathöllinni Borg29 í Borgartúni þar sem við ætlum að opna stað númer tvö næstkomandi föstudag,“ er haft eftir Valgeiri.
Páll Óskar sé ekki þekktur fyrir að láta ekki til sín taka og því hyggist hann að standa fyrstu vaktina í hádeginu í Borg29 á föstudaginn frá 11:30 til 13:30.