Gestur Pétursson, forstjóri Elkem, segir breyttar áherslur á alþjóðamörkuðum þegar kemur að orkuskiptum hafa valdið því að fyrirtækið hafi ákveðið að snúa að mestu leyti baki við framleiðslu á staðalvörum og færa sig þess í stað í framleiðslu á sérhæfðum hágæða stálafurðum. Elkem Ísland framleiðir og selur kísilmálm sem sérhæfður er til íblöndunar í stáliðnaði og járnsteypu um allan heim en eftirspurn eftir slíkum vörum hefur margfaldast í kjölfar aukinnar vinnu að umhverfisvænum orkuskiptum. Að sögn Gests hafa vörur félagsins spilað mikilvægt hlutverk í þeim árangri sem nú þegar hefur náðst á sviði orkuskipta.
Í kjölfar undirritunar Parísarsáttmálans jókst eftirspurn eftir sérvörum Elkem mikið en viðskiptavinir félagsins eru m.a. rafbílaframleiðendur og framleiðendur rafmótora sem er að finna í öllum helstu heimilistækjum á borð við þurrkara og þvottavélar, ísskápum, ryksugum og svo framvegis. Gestur segir að breyttum áherslum fyrirtækisins fylgi mikil aukning í vöru þróun og nýsköpun en hann telur að með auknu framlagi ríkisins til svokallaðs endurgreiðslukerfi megi auðveldlega skapa um 2.000 ný störf í landinu á sviði rannsókna og þróunar.
Úr staðalvöru yfir í sérvöru
„Það má segja að saga Elkem sé í raun tvískipt, annars vegar er það saga móðurfélagsins Elkem og hins vegar saga Elkem á Grundartanga. Móð urfélag Elkem var upphaflega stofnað árið 1904 í Stokkhólmi en hefur þrátt fyrir það alltaf verið með höfuðstöðvar sínar í Osló og kjarnastarfsemin hefur frá upphafi snúist um kísil og kísilafurðir. Það er því óhætt að fullyrða að við séum háaldrað fyrirtæki enda ekki mörg fyrirtæki sem verða yfir 100 ára gömul. Hvað varðar sögu verksmiðjunnar á Grundartanga þá var Elkem upphaflega minnihlutaeigandi á móti íslenska ríkinu þegar verksmiðjan var stofnuð. Fyrirtækið hét áður Íslenska járnblendifélagið en íslenska ríkið leitaði til Elkem sem samstarfsaðila við að stofna og reka kísilmálmverksmiðju. Elkem hefur svo átt verksmiðjuna að fullu frá árinu 2001-2002,“ útskýrir Gestur.
„Í gegnum tíðina höfum við að mestu framleitt svokallaða staðalvöru (e. commodity) en í dag er starfsemi Elkem á Íslandi hinsvegar gerbreytt og árið 2016 voru tæplega 75% af öllum afurðum fyrirtækisins svokölluð sérvara. Þessu breyting úr staðalvöru í sérvöru hefur haft gríðarlegar breytingar í för með sér hvað varðar alla starfsemina, stýringu á ferlum, hugsunarhátt og fleira. Það má ef til vill líkja sérvöruframleiðslunni við starfsemi Domino´s pizza enda eru þeir fullkomið dæmi um sérvöruframleiðslu í samræmi við óskir kúnnans. Kúnninn getur hringt inn og skipt pitsunni í tvennt, skipt pepperoni út fyrir skinku og svo framvegis. Með þessari samlíkingu er ég einfaldlega að benda á að sérvöruframleiðslu fylgir allt annar hugsunarháttur, skipulag og stýring og það er í raun og veru stóra breytingin sem hefur átt sér stað hjá Elkem. Við höfum á undanförnum árum breyst úr því að vera stað alvöruframleiðandi í það að vera fyrst og fremst sérvöruframleiðandi og er þessi breyting fyrst og fremst tilkomin af breytingum á alþjóðamörkuðum sem lúta að orkuskiptum yfir í umhverfisvænni orkugjafa. “
Parísarsamkomulagið hafði mikil áhrif á eftirspurn
Hvenær fóruð þið að finna fyrir þessu breytta umhverfi og hefur þessi breyting í framleiðslunni haft mikil áhrif á vöru þróun fyrirtækisins? „Það að færa framleiðsluna úr stað alvöru yfir í sérvöru hefur haft gríðarleg áhrif á vöruþróun innan fyrirtækisins sem er miklu meiri í dag en áður og orkuskiptin eru að mestu drifin áfram af slíkri þróun.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella á hlekinn Tölublöð.