Rekstrartekjur Afbragðs ehf., sem rekur Partýbúðina í Skeifunni, námu 440 milljónum króna í fyrra.
Hagnaður verslunarinnar, sem selur meðal annars skreytingar, blöðrur, búninga og ýmsar fleiri vörur til veisluhalds, nam 71 milljón króna.
Stjórn leggur til að greiddar verði 50 milljónir króna út í arð til hluthafa á árinu en eigendur Partýbúðarinnar eru Jón Gunnar Bergs og María Soffía Gottfreðsdóttir en þau eiga hvort um sig helmingshlut í versluninni.
Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir félagsins 308,5 milljónum króna í samanborið við 298 milljónir árið áður. Eigið fé félagsins var jákvætt um 251 milljón í árslok sem er um 20 milljónum meira en á árinu á undan.
Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir félagsins 308,5 milljónum króna í samanborið við 298 milljónir árið áður. Eigið fé félagsins var jákvætt um 251 milljón í árslok sem er um 20 milljónum meira en á árinu á undan.
Skuldir námu 57 milljónum í lok síðasta árs og lækka um 10 milljónir á milli ára en engar vaxtaberandi skuldir hvíla á fyrirtækinu.
Sífellt meiri ásókn í veisluvörur
Sala Partýbúðarinnar hefur farið stöðugt vaxandi frá árinu 2016, ef frá er talið heimsfaraldursárið 2020.
Árið 2016 nam salan 165 milljónum króna en árið á eftir nam hún 199 milljónum króna og jókst því um 21% milli umræddra ára.
Árið 2018 hægðist aðeins á söluvextinum og var hann 6%, en það ár seldi verslunin fyrir 210 milljónir króna. Árið 2019 jókst salan um 23% samanborið við fyrra ár og nam 259 milljónum króna.
Í kjölfarið fylgdi Covid-19 árið 2020 sem varð þess valdandi að sala verslunarinnar dróst saman um 19% og nam eins og fyrr segir 211 milljónum króna.
Salan náði svo aftur flugi árið 2021, þrátt fyrir að samkomutakmarkanir hafi að einhverju leyti takmarkað partýhöld landsmanna, en þá jókst salan um 60% milli ára og nam eins og áður segir 339 milljónum króna. Árið 2022 seldi Partýbúðin síðan vörur fyrir 379 milljónir.
Samkeppni á partý-markaðinum
Stefán Ragnar Guðjónsson, fyrrum framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, opnaði Partyland-verslun í Holtagörðum í nóvember í fyrra.
Partýland er alþjóðleg keðja verslana sem sérhæfir sig í vörum fyrir veisluhald og verður dóttir hans Kamilla Birta verslunarstjóri.
Félagið Gamanhjáokkur ehf. heldur utan um reksturinn en Jón Skaftason, fyrrum stjórnarmaður Sýnar og fjárfestir, meðal eigenda en hann á 33,3% í félaginu gegnum félag sitt Stelvio Consulting.
Partýland hóf starfsemi 17. nóvember í fyrra en samkvæmt ársreikningi 2023 var veltan 14,7 milljónir króna og 3,5 milljóna króna tap var af rekstrinum.
Samkvæmt efnahagsreikningi í árslok 2023 voru eignir bókfærðar á 66,4 milljónir og eigið fé neikvætt um 3,1 milljón. Skuldir félagsins voru 69,4 milljónir króna í lok árs.