Rekstrar­tekjur Af­bragðs ehf., sem rekur Partý­búðina í Skeifunni, námu 440 milljónum króna í fyrra.

Hagnaður verslunarinnar, sem selur meðal annars skreytingar, blöðrur, búninga og ýmsar fleiri vörur til veislu­halds, nam 71 milljón króna.

Stjórn leggur til að greiddar verði 50 milljónir króna út í arð til hlut­hafa á árinu en eig­endur Partý­búðarinnar eru Jón Gunnar Bergs og María Soffía Gott­freðs­dóttir en þau eiga hvort um sig helmings­hlut í versluninni.

Sam­kvæmt efna­hags­reikningi námu eignir fé­lagsins 308,5 milljónum króna í saman­borið við 298 milljónir árið áður. Eigið fé fé­lagsins var já­kvætt um 251 milljón í árs­lok sem er um 20 milljónum meira en á árinu á undan.

Rekstrar­tekjur Af­bragðs ehf., sem rekur Partý­búðina í Skeifunni, námu 440 milljónum króna í fyrra.

Hagnaður verslunarinnar, sem selur meðal annars skreytingar, blöðrur, búninga og ýmsar fleiri vörur til veislu­halds, nam 71 milljón króna.

Stjórn leggur til að greiddar verði 50 milljónir króna út í arð til hlut­hafa á árinu en eig­endur Partý­búðarinnar eru Jón Gunnar Bergs og María Soffía Gott­freðs­dóttir en þau eiga hvort um sig helmings­hlut í versluninni.

Sam­kvæmt efna­hags­reikningi námu eignir fé­lagsins 308,5 milljónum króna í saman­borið við 298 milljónir árið áður. Eigið fé fé­lagsins var já­kvætt um 251 milljón í árs­lok sem er um 20 milljónum meira en á árinu á undan.

Sam­kvæmt efna­hags­reikningi námu eignir fé­lagsins 308,5 milljónum króna í saman­borið við 298 milljónir árið áður. Eigið fé fé­lagsins var já­kvætt um 251 milljón í árs­lok sem er um 20 milljónum meira en á árinu á undan.

Skuldir námu 57 milljónum í lok síðasta árs og lækka um 10 milljónir á milli ára en engar vaxta­berandi skuldir hvíla á fyrir­tækinu.

Sífellt meiri ásókn í veisluvörur

Sala Partý­búðarinnar hefur farið stöðugt vaxandi frá árinu 2016, ef frá er talið heims­far­aldurs­árið 2020.

Árið 2016 nam salan 165 milljónum króna en árið á eftir nam hún 199 milljónum króna og jókst því um 21% milli um­ræddra ára.

Árið 2018 hægðist að­eins á sölu­vextinum og var hann 6%, en það ár seldi verslunin fyrir 210 milljónir króna. Árið 2019 jókst salan um 23% saman­borið við fyrra ár og nam 259 milljónum króna.

Í kjöl­farið fylgdi Co­vid-19 árið 2020 sem varð þess valdandi að sala verslunarinnar dróst saman um 19% og nam eins og fyrr segir 211 milljónum króna.

Salan náði svo aftur flugi árið 2021, þrátt fyrir að sam­komu­tak­markanir hafi að ein­hverju leyti tak­markað partý­höld lands­manna, en þá jókst salan um 60% milli ára og nam eins og áður segir 339 milljónum króna. Árið 2022 seldi Partý­búðin síðan vörur fyrir 379 milljónir.

Sam­keppni á partý-markaðinum

Stefán Ragnar Guð­jóns­son, fyrrum fram­kvæmda­stjóri verslunar­sviðs Sam­kaupa, opnaði Par­ty­land-verslun í Holta­görðum í nóvember í fyrra.

Partýland er al­þjóð­leg keðja verslana sem sér­hæfir sig í vörum fyrir veislu­hald og verður dóttir hans Kamilla Birta verslunar­stjóri.

Fé­lagið Gaman­hjá­okkur ehf. heldur utan um reksturinn en Jón Skafta­son, fyrrum stjórnar­maður Sýnar og fjár­festir, meðal eig­enda en hann á 33,3% í fé­laginu gegnum fé­lag sitt Stel­vio Consulting.

Partýland hóf starf­semi 17. nóvember í fyrra en sam­kvæmt árs­reikningi 2023 var veltan 14,7 milljónir króna og 3,5 milljóna króna tap var af rekstrinum.

Samkvæmt efnahagsreikningi í árslok 2023 voru eignir bókfærðar á 66,4 milljónir og eigið fé neikvætt um 3,1 milljón. Skuldir félagsins voru 69,4 milljónir króna í lok árs.