Nái Efling betri kjarasamningum en undirritaðir voru við þorra launafólks á almenna markaðnum í desember síðastliðnum, mun hópurinn sem þá samdi tala um forsendubrest og krefjast nýrra kjaraviðræna.
Út á við sýna forsvarsmenn allra stéttarfélaga samúð með launakröfum hinna lægst launuðu. Sagan kennir okkur aftur á móti að þegar á hólminn er komið munu þeir samt allir beita sér fyrir því að bilið á milli sinna félagsmanna og hinna lægst launuðu minnki ekki. Þá heyrast slagorð eins og meta þurfi menntun að verðleikum og þar fram eftir götunum.
Svipaður tónn mun heyrast ef opinberir starfsmenn munu á næstu mánuðum semja um launahækkanir umfram það sem verður á almenna markaðnum. Þá munu verkalýðsleiðtogarnir benda á að ef hið opinbera hafi ekki áhyggjur af efnahagslegum stöðugleika þá þurfi þeir ekki að gera það.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út á fimmtudaginn. Áskrifendur geta nálgast fréttaskýringuna hér.