Íslenska nýsköpunarfyrirtækið PayAnalytics, sem hefur þróað hugbúnaðarlausn til að framkvæma launagreiningar og ráðast á launabil kynjanna, hefur verið selt til svissneska fyrirtækisins Beqom. Meðal stærstu hluthafa PayAnalytics voru Eyrir Vöxtur og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins.

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið PayAnalytics, sem hefur þróað hugbúnaðarlausn til að framkvæma launagreiningar og ráðast á launabil kynjanna, hefur verið selt til svissneska fyrirtækisins Beqom. Meðal stærstu hluthafa PayAnalytics voru Eyrir Vöxtur og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins.

Beqom, sem lýsir sér sem leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki á sviði launagreiningar og árangursmælingar, greindi frá yfirtökunni í dag.

Í tilkynningu félagsins segir að vaxandi áhersla á að tryggja jafnrétti á vinnustað ásamt hertar regluverki víða um heim hafi gert verkefni mannauðsstjóra meira krefjandi. PayAnalytics sé leiðandi aðili á heimsvísu þegar kemur að hugbúnaði sem aðstoðar fyrirtækjum ekki aðeins að mæla launabil kynjanna heldur leggja til aðgerðir til að draga að útrýma óútskýrðum launamun með með aðgerðaráætlun og kostnaðargreiningu.

Í árslok 2021 lauk PayAnalytics 450 milljóna króna fjármögnunarumferð sem Eyrir vöxur og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins leiddu. Tekjur félagsins hafa vaxið ört undanfarin ár og námu 158 milljónum króna árið 2022 samanborið við 92 milljónir árið áður. PayAnalytics hagnaðist um 14 milljónir í fyrra.

Sigurjón Pálsson, Guðrún Þorgeirsdóttir og Margrét Vilborg Bjarnadóttir, þrír af stofnendum PayAnalytics, ásamt fulltrúum Eyris Vaxtar og Nýsköpunarsjóðs, frá því að framangreind fjármögnun var kynnt.
© Lárus Sigurðarson (Lárus Sigurðarson)

Stærstu hluthafar PayAnalytics í árslok 2022

Hluthafi Í %
Jafnræði ehf. (Margrét Vilborg Bjarnadóttir) 27,97%
Hverfjall ehf. (David Ryberg Anderson) 16,96%
Eyrir vöxtur 14,70%
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins 12,00%
GH PA Holdings ehf. (Garðar Hauksson) 10,34%
Þanki ehf. 10,34%
Albor ehf. 4,40%
Tharsis ehf. 3,31%