PepsiCo hefur samþykkt að kaupa Siete Foods fyrir 1,2 milljarða dala í von um að auka framboð sitt á hollara snarli en Siete sérhæfir sig í framleiðslu á kornlausum mat.
WSJ greinir frá kaupunum og segir að samningurinn sé á næsta leiti.
PepsiCo hefur samþykkt að kaupa Siete Foods fyrir 1,2 milljarða dala í von um að auka framboð sitt á hollara snarli en Siete sérhæfir sig í framleiðslu á kornlausum mat.
WSJ greinir frá kaupunum og segir að samningurinn sé á næsta leiti.
Með kaupunum fær PepsiCo meiri aðgang að mexíkóskum vörum, þar á meðal tortilluflögum, mjúkum tortillum, enchiladablöndum í krukkum og mjólkurlausum ostaídýfum.
Siete Foods, sem er með aðsetur í Texas, var stofnað af fjölskyldu eftir að heilsuástand eins fjölskyldumeðlims neyddi hann til að skipta yfir í kornlaust mataræði. Fyrirtækið hefur síðan þá stækkað og framleiðir einnig smákökur og kartöfluflögur.
Dreifingaraðilum þess hefur sömuleiðis fjölgað og eru vörur Siete nú seldar í verslunum Target og Kroger.