PepsiCo hefur samþykkt að kaupa gosvörumerkið Poppi fyrir 1,95 milljarða dala. Inni í þessari tölu eru áætlaðar skattaívilnanir upp á 300 milljóna dala, að því er segir í frétt WSJ.
Poppi framleiðir sérstaka heilsugosdrykki og fullyrðir að drykkirnir séu hollir fyrir magaflóruna. Í umfjölluninni eru kaupin sett í samhengi við það að lítill vöxtur hefur verið í sölu á sykruðum gosdrykkjum á síðustu misserum.
Samningurinn kemur einnig samhliða miklum þrýstingi frá stjórnvöldum en hreyfingin Make America Healthy Again, undir forystu heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna Robert F. Kennedy Jr., sem hefur meðal annars sagt að gos sé eitur.
Ram Krishnan, framkvæmdastjóri PepsiCo Beverages í Bandaríkjunum, segir að fyrirtækið vilji mæta auknum þörfum neytenda og að með kaupum á Poppi sé fyrirtækið að huga meira að vellíðan og heilsumenningu.
Coca-Cola hefur einnig tekið svipaða stefnu en í febrúar tilkynnti samkeppnisaðili PepsiCo að það myndi einnig setja á markað gosdrykkinn Simply Pop, sem félagið segir að stuðli að betri meltingu.