Gengi mexíkóska pesósins náði hæsta gildi sínu í fimm ár nú í vikunni.
Þannig var gengið gagnvart Bandaríkjadal komið upp í rúma 18 dali. Gengið hefur styrkst um 8,5% frá áramótum. Sérfræðingar rekja gengisstyrkinguna til hárra stýrivaxta, sem mælast nú 14%, og ábyrgrar ríkisfjármálastefnu.
Aukin erlend fjárfesting virðist einnig hafa áhrif til styrkingar, en hún nam 35,3 milljörðum dala í landinu á síðasta ári, það mesta frá árinu 2015. BMW og Tesla hafa nú þegar tilkynnt að þau hyggjast fjárfesta háum fjárhæðum í rafbílaframleiðslu í Mexíkó.