Pétur Haf­steinn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri út­gerðar­fé­lagsins Vísis í Grinda­vík, seldi hluta­bréf í Síldar­vinnslunni fyrir tæp­lega 200 milljónir í gær.

Sam­kvæmt kaup­hallar­til­kynningu seldi Brady ehf., sem er í 100% eigu Péturs, tvo milljón hluti í Síldar­vinnslunni á genginu 98,5 krónur sem sam­svarar 197 milljónum króna.

Pétur Haf­steinn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri út­gerðar­fé­lagsins Vísis í Grinda­vík, seldi hluta­bréf í Síldar­vinnslunni fyrir tæp­lega 200 milljónir í gær.

Sam­kvæmt kaup­hallar­til­kynningu seldi Brady ehf., sem er í 100% eigu Péturs, tvo milljón hluti í Síldar­vinnslunni á genginu 98,5 krónur sem sam­svarar 197 milljónum króna.

Eftir­standandi eignar­hlutur Brady ehf. í Síldar­vinnslunni er um 18 milljónir að nafn­verði sem sam­svarar tæp­lega 1,8 milljörðum að markaðs­virði.

Síldar­vinnslan keypti Vísi árið 2022 í 31 milljarðs króna við­skiptum en kaup­verð hluta­fjár nam 20 milljörðum króna.

Af kaup­verðinu var 30% greitt með reiðu­fé og 70% með hluta­bréfum í Síldar­vinnslunni. Vísir varð form­lega hluti af sam­stæðu Síldar­vinnslunnar í desember 2022.

Pétur seldi 822.163 hluti í Síldar­vinnslunni á sama gengi í lok septem­ber og hefur hann því selt hlut fyrir tæp­lega 281 milljón á síðustu tveimur vikum.