Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Vísis í Grindavík, seldi hlutabréf í Síldarvinnslunni, móðurfélagi Vísis, fyrir tæplega 81 milljónir króna á miðvikudaginn síðasta. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Vísis í Grindavík, seldi hlutabréf í Síldarvinnslunni, móðurfélagi Vísis, fyrir tæplega 81 milljónir króna á miðvikudaginn síðasta. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Brady ehf., félag Péturs, seldi 822.163 hluti í Síldarvinnslunni á genginu 98,5 krónur á hlut.

Brady á nú slétt 20 milljónir hluta í Síldarvinnslunni, eða um 1,1% eignarhlut sem er nærri 2 milljarðar króna að markaðsvirði.

Síldarvinnslan keypti Vísi árið 2022 í 31 milljarðs króna viðskiptum en kaupverð hlutafjár nam 20 milljörðum króna. Af kaupverðinu var 30% greitt með reiðufé og 70% með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Vísir varð formlega hluti af samstæðu Síldarvinnslunnar í desember 2022.