Það að læknar voru ekki að ávísa mígreni lyfinu Nurtec, því þeir gerðu ráð fyrir að tryggingafyrirgreiðsla væri of mikið vesen, kom Pfizer í ákveðið klandur þar sem það bitnaði eins og gefur að skilja á sölunni.
Lyfjarisinn brást aftur á móti við því með stofnun símaþjónustu fyrir lækna og sjúklinga til að hringja beint til Pfizer til að fá aðstoð á síðasta ári. Þetta og aðrar breytingar leiddi til 31% aukningu á sölu Nurtec í Bandaríkjunum á síðasta ári.
Hlutabréfaverð lyfjaframleiðandans hefur enn ekki jafnað sig eftir samdráttinn í kjölfar Covid. Sala á vörum eins og Nurtec og bóluefninu Abrysvo, sem fyrirtækið hefur reitt sig töluvert á, fer aftur á móti vaxandi, og þrýstingur frá róttækum hluthöfum hefur þar með farið minnkandi.
Ásamt fyrrgreindri símaþjónustu hefur Pfizer endurskipulagt söluáætlun sína í Bandaríkjunum, breytt því hvernig það dreifir sölufulltrúum sínum og hvernig þeir markaðssetja sig til lækna, auk þess að hjálpa sjúklingum að greiða fyrir lyfin sín.
Þetta hefur skilað sér í því að afkoma Pfizer hefur verið betri en spár greiningaraðila gerðu ráð fyrir fjóra ársfjórðunga í röð.