Bandaríski lyfjarisinn Pfizer á í viðræðum um að kaup á líftæknifyrirtækinu Seagen, samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal.

Markaðsvirði Seagen, sem sérhæfir sig í þróun krabbameinsmeðferða, nam 30 milljörðum dala við lokun markaða á föstudaginn en talið er að endanlegt kaupverð þyrfti að vera nokkuð hærra. Hlutabréf Seagen hafa hækkað um 13,5% í viðskiptum fyrir opnun markaða.

Lyfjafyrirtækið Merck átti í viðræðum um kaup á Seagen í fyrra og talið var að síðarnefnda félagið hefði verið metið á yfir 40 milljarða dala hefðu kaupin gengið í gegn. Fyrirtækin tvö komust þó ekki að endanlegu samkomulagi.

Viðræður Pfizer og Seagen eru sagðar vera enn á fyrstu stigum og ekki sé víst hvort af kaupunum verði. Þá gæti meðferð samkeppnisyfirvalda reynst erfið.