Lyfjafyrirtækið Pfizer kaupir 8,1% hlut í franska bólefnaframleiðandanum Valneva, kaupin nema 90,5 milljónum evra sem jafngildir rúmum 12 milljörðum króna. Pfizer keypti bréfin á genginu 9,49 evrum á hlut sem er 20% yfir lokaverði Valneva á föstudaginn. Financial-Times greinir frá.

Í yfirlýsingu frá fyrirtækjunum kemur fram að aðgerðin sé til þess fallin að styrkja þriðja áfanga rannsóknar Valneva á bóluefni gegn Lyme-sjúkdómnum en sem stendur er ekkert bóluefni fáanlegt við sjúkdómnum. Í samningnum felst að Valneva muni fjármagna 40% af eftirstandandi þróunarkostnaði við bólefnið samanborið við 30% áður. Pfizer mun greiða Valneva þrepaskiptar þóknanir á bilinu 14-22% sem bætast við með allt að 100 milljónum dala í greiðslur til Valneva ef ákveðnum söluáföngum er náð.