Hluta­bréfa­verð Pfizer hefur lækkað um 4% í við­skiptum fyrir lokuðum markaði eftir að lyfja­fyrir­tækið á­kvað að hætta rann­sóknum á þyngdar­stjórnunar­lyfinu danuglipron.

Pfizer sendi kaup­hallar­til­kynningu frá sér í morgun þar sem lyfja­fyrir­tækið segir að rann­sóknir á lyfinu muni ekki fara á­fram að þriðja stigi þar sem allt­of margir sem tóku þátt í rann­sókn á lyfinu fengu miklar auka­verkanir eins og ó­gleði og upp­köst.

Hluta­bréfa­verð Pfizer hefur lækkað um 4% í við­skiptum fyrir lokuðum markaði eftir að lyfja­fyrir­tækið á­kvað að hætta rann­sóknum á þyngdar­stjórnunar­lyfinu danuglipron.

Pfizer sendi kaup­hallar­til­kynningu frá sér í morgun þar sem lyfja­fyrir­tækið segir að rann­sóknir á lyfinu muni ekki fara á­fram að þriðja stigi þar sem allt­of margir sem tóku þátt í rann­sókn á lyfinu fengu miklar auka­verkanir eins og ó­gleði og upp­köst.

Mikael Dolsten for­stjóri Pfizer segir í til­kynningunni að hann trúi enn að endur­bætt út­gáfa á lyfinu gæti spilað stórt hlut­verk í þyngdar­stjórnunar­lyfja­markaðinum en fyrir­tækið ætlar að safna gögnum um lyfið að svo stöddu.

Novo Nor­disk, verð­mætasta fyrir­tæki Evrópu sam­kvæmt markaðs­virði, hefur ekki haft undan við að fram­leiða og selja sykur­sýkis­lyfið Ozempic sem nýtist við þyngdar­stjórnun og þyngdar­stjórnunar­lyfið Wegovy.

Hluta­bréf Pfizer hafa fallið um 40% á árinu en lyfja­fyrir­tækið of­mat veru­lega á­huga Banda­ríkja­manna á fleiri co­vid-bólu­setningum.