Sígarettuframleiðandinn Philip Morris hefur í hug að kaupa fyrirtækið Vectura, sem framleiðir úðatæki (e. inhalers) og tæki til að meðhöndla öndunarsjúkdóma á borð við astma. BBC segir frá.

Philip Morris stefnir á að meira en helmingur tekna samstæðunnar komi frá reyklausum vörum, líkt og rafrettum eða öndunarlyfjum, á næstu fjórum árum. Sígarettuframleiðandinn tilkynnti fyrir nokkrum vikum að hann myndi hætta að selja Marlboro sígarettur á næsta áratugi.

Philip Morris lagði fram nýtt tilboð sem verðmetur Vectura á 1,4 milljarða dala í kjölfar þess að framtakssjóðurinn Carlyle bauð 1,3 milljarða dala í öndunartækjaframleiðandann. Philip Morris hyggst starfrækja Vectura sem sjálfstærðri rekstrareiningu.

Vectura, sem er skráð í London kauphöllina, hafði í lok síðustu viku lagt til að tilboð Carlyle yrði samþykkt þar sem fyrirtækið taldi sig betur staðsett undir eignarhaldi Carlyle, meðal annars vegna mögulegra áhrifa á hagsmunaaðila (e. stakeholders) ef fyrirtækið yrði í eigu Philip Morris.

Vectura hefur samþykkt að þróa, í samstarfi við breska lyfjafyrirtækið Inspira, mögulega öndunarlausn fyrir Covid-19.

Sígarettuframleiðandinn Philip Morris hefur í hug að kaupa fyrirtækið Vectura, sem framleiðir úðatæki (e. inhalers) og tæki til að meðhöndla öndunarsjúkdóma á borð við astma. BBC segir frá.

Philip Morris stefnir á að meira en helmingur tekna samstæðunnar komi frá reyklausum vörum, líkt og rafrettum eða öndunarlyfjum, á næstu fjórum árum. Sígarettuframleiðandinn tilkynnti fyrir nokkrum vikum að hann myndi hætta að selja Marlboro sígarettur á næsta áratugi.

Philip Morris lagði fram nýtt tilboð sem verðmetur Vectura á 1,4 milljarða dala í kjölfar þess að framtakssjóðurinn Carlyle bauð 1,3 milljarða dala í öndunartækjaframleiðandann. Philip Morris hyggst starfrækja Vectura sem sjálfstærðri rekstrareiningu.

Vectura, sem er skráð í London kauphöllina, hafði í lok síðustu viku lagt til að tilboð Carlyle yrði samþykkt þar sem fyrirtækið taldi sig betur staðsett undir eignarhaldi Carlyle, meðal annars vegna mögulegra áhrifa á hagsmunaaðila (e. stakeholders) ef fyrirtækið yrði í eigu Philip Morris.

Vectura hefur samþykkt að þróa, í samstarfi við breska lyfjafyrirtækið Inspira, mögulega öndunarlausn fyrir Covid-19.