Sígarettuframleiðandinn Philip Morris International (PMI) hefur náð samkomulag um sölu á breska dótturfyrirtækinu Vectura, sem framleiðir tæki til að meðhöndla öndunarsjúkdóma á borð við astma.

Raftækjafyrirtækið Molex Asia Holdings hefur samþykkt að greiða 198 milljónir dollara í reiðufé eða sem nemur 27 milljörðum króna. Í kauphallartilkynningu PMI kemur fram að auk þess gæti komið til árangurstengdra viðbótargreiðslna upp á allt að 195 milljónir dollara.

Sígarettuframleiðandinn Philip Morris International (PMI) hefur náð samkomulag um sölu á breska dótturfyrirtækinu Vectura, sem framleiðir tæki til að meðhöndla öndunarsjúkdóma á borð við astma.

Raftækjafyrirtækið Molex Asia Holdings hefur samþykkt að greiða 198 milljónir dollara í reiðufé eða sem nemur 27 milljörðum króna. Í kauphallartilkynningu PMI kemur fram að auk þess gæti komið til árangurstengdra viðbótargreiðslna upp á allt að 195 milljónir dollara.

PMI keypti Vectura fyrir tæplega 1,2 milljarða dala fyrir þremur árum síðan. Philp Morris vonaðist að með kaupunum gæti samstæðan aukið vægi tekna frá reyklausum vörum.

Þess í stað mun PMI taka á sig 220 milljóna dollara tap, eða sem nemur 30 milljörðum króna, á þriðja ársfjórðungi vegna sölunnar.

Vectura tilheyrir rekstrareiningu PMI sem starfar í heilbrigðisgeiranum og inniheldur einnig Fertin Pharma, framleiðanda rakleysismeðferða (e. smoking-cessation aid), sem semstæðan keypti fyrir 820 milljónir dollara árið 2021.

PMI færði niður virði rekstrareiningarinnar um 680 milljónir dollara í fyrra eftir neikvæðar niðurstöður úr nokkrum klínískum rannsóknum auk þess sem þróun á tilteknum vörum hefur reynst hægara en gert var ráð fyrir.

Í umfjöllun Bloomberg segir að kaup PMI á Vectura hafi verið gagnrýnd harðlega á sínum tíma af ýmsum vísindasamtökum, fræðimönnum, góðgerðarfélögum og aðilum sem sinna tóbaksvarnarfræðslu sem sögðu að stærstu sígarettuframleiðendur heims ættu ekki að njóta góðs af fyrirtækjum sem framleiða vörur sem eru notaðar af heilbrigðiskerfum víða, þar á meðal NHS í Bretlandi.