Píratar eru með yfir 40% fylgi í nýrri skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Fylgi þeirra mælist nú 41,8%.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr næst stærsti flokkurinn á þingi, en fylgi hans samkvæmt könnuninni er 23,2%.  Fylgi flokksins var 29,3% þegar sama könnun var framkvæmd í fyrri hluta nóvember og hefur fylgi flokksin því lækkað mikið.

Næstu þrír flokkar eru allir við tíu prósentin, Framsóknarflokkurinn með 10,2%, Samfylking 9,9% og Vinstri grænir með 9,6%.

Björt framtíð mælist með einungis 1,6% samkvæmt könnuninni.