Flugfélagið PLAY hefur nú hafið flokkun á áldósum um borð í flugvélum sínum en til þessa hafa áldósir og almennur úrgangur frá flutningstækjum í alþjóðlegri umferð endað í brennslu.

Breytingarnar tóku gildi í lok apríl en með tilkomu nýrra regla frá Umhverfisstofnun og Matvælastofnun var flugfélögum gert kleift að flokka um borð í flugvélum sínum.

Flugfélagið PLAY hefur nú hafið flokkun á áldósum um borð í flugvélum sínum en til þessa hafa áldósir og almennur úrgangur frá flutningstækjum í alþjóðlegri umferð endað í brennslu.

Breytingarnar tóku gildi í lok apríl en með tilkomu nýrra regla frá Umhverfisstofnun og Matvælastofnun var flugfélögum gert kleift að flokka um borð í flugvélum sínum.

Hingað til hafa áldósir um borð í flugvélum endað í brennslu.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Við höfum lengi kallað eftir þessum breytingum eða í raun frá upphafi rekstrarins. Nýju reglurnar hafa nú gefið okkur aukið svigrúm til að flokka sorp um borð og á síðustu vikum höfum við unnið hörðum höndum að því að tryggja að allir innviðirnir séu tilbúnir til þess að fylgja þessum breytingum eftir og ganga úr skugga um að álið endi alveg örugglega á réttum stað,” segir Ingibjörg Karlsdóttir, sérfræðingur í sjálfsbærni hjá PLAY.

Áldósir eru algengustu drykkjarílátin um borð í flugvélum PLAY en flugfélagið áætlar að um 108 tonn af úrgangi hafi komið frá flugvélum félagsins árið 2022.