Hluta­bréf í flug­fé­laginu Play hafa hækkað um 7,22% frá opnun markaðar á First North.

Flug­fé­lagið til­kynnti far­þega­tölur í morgun en í þeim kom fram að aldrei hafa fleiri flogið með Play og í maí­mánuði. Farþegar voru alls 128.894 talsins og var sæta­nýtingin um 85%.

Einungis hafa átta við­skipti átt sér stað með hluta­bréf Play það sem af er degi. Dagslokagengið í gær var 9,7 krónur og hefur það hækkað í 10,40 krónur. Velta við­skiptana er ekki mikil, 14 milljónir króna.

Já­kvæðar far­þega­tölur fyrir sumarið gefur flug­fé­laginu byr undir báða vængi en fé­lagið hefur lækkað um 20,61% á árinu.

Far­þegum Play fjölgaði um 26% á milli mánaða en í apríl voru þeir 102.499 talsins.

Á sama tíma fyrra flutti Play 56.601 far­þega og sæta­nýting nam 69,6%.

Hliðar­tekjur fé­lagsins hafa einnig aldrei verið meiri í einum mánuði og voru 28% meiri nú en í maí í fyrra.