Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega í 4,5 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Mesta veltan, eða um 660 milljónir, var með hlutabréf Arion sem hækkuðu um 1,3%. Hlutabréfaverð Kviku hækkaði einnig um 1,0% og Íslandsbanka um 10,2%.
Það voru hins vegar Hagar sem hækkuðu mest af félögum Kauphallarinnar, eða um 2,3% í 330 milljóna veltu. Gengi Símans hækkaði næst mest eða um 1,8% og stendur nú í 11,5 krónum. Hlutabréfaverð Símans var síðast hærra í október.
Hlutabréf flugfélaganna tveggja lækkuðu þó nokkuð í viðskiptum dagsins. Gengi Play lækkaði um 4,1% í 63 milljóna veltu og stendur nú í 11,7 krónum. Dagslokagengi Play hefur aldrei verið lægra. Þá endaði gengi Icelandair í 1,99 krónum í dag eftir 2,9% lækkun í 175 milljóna viðskiptum.
Ekki er ólíklegt að verkfallsaðgerðir Eflingar spili inn í þróun á hlutabréfaverði flugfélaganna. Í dag var greint frá því að Icelandair hefði aflýst nokkrum pakkaferðum Icelandair Holidays vegna verkfalla á hótelum.