Flugfélagið Play og Odin Cargo, sem sérhæfir sig í flugfrakt, hafa undirritað samstarfssamning um fraktflutninga, en með samningnum kemur Odin Cargo ehf. inn sem sölu- og þjónustuaðili á frakt flugfélagsins.

Með samstarfinu verður þjónusta og flutningaleiðir í flugfrakt aukin í bæði inn- og útflutningi, þar sem leiðarkerfi Play og þjónustunet Odin Cargo, ásamt samstarfsaðilum um allan heim, er tengt saman.

Odin Cargo er í meirihlutaeigu Cargow Thorship en félögin hafa yfir að búa áratuga reynslu í fraktflutningum og hafa aukið umsvif sín í flugfrakt síðustu árin.

Cargow Thorship er þá einn af tíu samstarfsaðilum DSV á heimsvísu. DSV er á meðal stærstu flutningsmiðlara heims, og með fyrirhugaðri yfirtöku á DB Schenker sem tilkynnt var nýlega.