Til stendur að skrá pólska verslunarrisann Zabka Group á markað í Varsjá en móðurfélagið CVC Capital Partners greindi frá áformum þess efnis á dögunum. Talið er að félagið gæti verið metið á allt að 8 milljarða dali í frumútboði, eða sem nemur ríflega þúsund milljörðum króna, en CVC keypti félagið á ríflega 1,1 milljarð dala árið 2017.
Zabka Group rekur ríflega 10.500 verslanir í Póllandi en félagið horfir til þess að byggja upp frekari starfsemi í austurhluta Evrópu og víðar. Frá árinu 2017-2023 hafa sölutekjur Zabka ríflega fjórfaldast og námu 5,9 milljörðum dala í fyrra. Á sama tíma hefur fjöldi verslana tvöfaldast og í dag er Zabka stærsta dagvöruverslunarkeðja Evrópu.