Arne Freundt, forstjóri íþróttavöruframleiðandans Puma, lætur af störfum þar sem hann og stjórn félagsins eru ósammála um framkvæmd stefnu fyrirtækisins og stjórnarhætti þess. Arthur Hoeld, fyrrverandi stjórnandi hjá Adidas, hefur verið ráðinn sem arftaki hans.
Freundt yfirgefur þýska íþróttavöruframleiðandann í lok þessarar viku eftir 14 ára starf í ýmsum hlutverkum, þar á meðal sem forstjóri frá nóvember 2022.
Hann tók við keflinu þegar forveri hans, Björn Gulden, var ráðinn forstjóri Adidas. Hoeld verður skipaður nýr forstjóri 1. júlí, að sögn Puma.
Fyrirrtækið glímir þessa stundina, rétt eins og svo mörg önnur, við áhrif tolla sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lagt á. Puma er nú að meta stöðuna í kjölfar nýjustu tollavendinga og mun bregðast hratt við, að sögn talsmanns fyrirtækisins.