Breska pundið náði í dag sínu hæsta gildi gagnvart Bandaríkjadollar frá því í mars 2022. Sterlingspundið styrktist um allt að 0,4% í dag og fór upp í 1,3246 gagnvart dollar.

Styrking pundsins er rakin til þess að fjárfestar eru byrjaður að undirbúa sig fyrir að vaxtalækkunarferli Seðlabanka Bandaríkjanna verði hraðara en í tilviki Englandsbanka, seðlabanka Bretlands, að því er segir í frétt Financial Times.

Jerome Powell, seðla­banka­stjóri Banda­ríkjanna, gaf sterklega til kynna á fundi seðla­banka­stjóra í Jack­son Hole í Wyoming um helgina að vaxta­lækkanir væru á næsta leiti vestan­hafs.

Andrew Bailey, seðlabankastjóri Englandsbanka, varaði hins vegar við því á fundinum að það væri enn of snemmt að fagna sigri gegn verðbólgunni í Bretlandi, þrátt fyrir að verðbólguþrýstingur upp á síðkastið hefði verði minni en bankinn átti von á.

Í umfjöllun FT segir að nýlegar hagtölur og bjartsýni um að aukinn pólítískan stöðuleika undir nýrri ríkisstjórn Verkamannafloksins hafi ýtt undir gengi pundsins.

Einkageirinn í Bretlandi óx umfram spár í ágúst og hefur ekki vaxið hraðar síðastliðna fjóra mánuði. Hagvöxtur upp á 0,6% á öðrum ársfjórðungi var auk þess talsvert yfir væntingar markaðsaðila.