Sterlings­pundið hefur hækkað um 0,4% gagn­vart Banda­ríkja­dal í morgun eftir um 0,5% hækkun í gær.

Ný­birtar efna­hags­tölur í Bret­landi fyrir maí­mánuð sýndu meiri vöxt hag­kerfisins en fjár­festar áttu von á sam­hliða því að Banda­ríkin birtu verð­bólgu­tölur sem auka líkurnar á vaxta­lækkun í septem­ber, sam­kvæmt Financial Times.

Pundið rauk upp í 1,2962 Banda­ríkja­dali en pundið fór síðast yfir 1,3 dali fyrir rúmum tveimur árum.

Árs­verð­bólga í Banda­ríkjunum mældist 3% í júní­mánuði og eru fjár­festar sann­færðir um að vaxta­lækkun verði á næsta fundi peninga­stefnu­nefndar banda­ríska seðla­bankans.

Sam­kvæmt Hag­stofu Bret­lands jókst verg lands­fram­leiðsla Bret­lands um 0,4% milli mánaða í maí sem er um tvö­falt meiri aukning en hag­fræðingar höfðu spáð.