Pyngjan viðskipta- og fjármálahlaðvarp í umsjón Arnars Þórs og Ingva Þórs, hefur á nýjan leik snúið sér að yfirferð ársreikninga.

Þættirnir, sem hófu göngu sína fyrir tveimur og hálfu ári, hafa lagt áherslu á að greina ársreikninga fyrirtækja ásamt því að rýna helstu viðskiptafréttir, en eftir nokkurt hlé á ársreikningahlutanum hafa þeir nú komið af stað 12 þátta seríu þar sem íslensk stórfyrirtæki verða tekin fyrir í hverjum þætti. Serían verður gefin út aðra hverja viku næstu mánuði.

Í fyrsta þættinum eftir hlé var rekstur Ölgerðarinnar til umfjöllunar og farið var í ítarlegan samanburð á danska félaginu Royal Unibrew sem svipar til Ölgerðarinnar en er þó um 8x stærra að markaðsvirði .

Pyngjan viðskipta- og fjármálahlaðvarp í umsjón Arnars Þórs og Ingva Þórs, hefur á nýjan leik snúið sér að yfirferð ársreikninga.

Þættirnir, sem hófu göngu sína fyrir tveimur og hálfu ári, hafa lagt áherslu á að greina ársreikninga fyrirtækja ásamt því að rýna helstu viðskiptafréttir, en eftir nokkurt hlé á ársreikningahlutanum hafa þeir nú komið af stað 12 þátta seríu þar sem íslensk stórfyrirtæki verða tekin fyrir í hverjum þætti. Serían verður gefin út aðra hverja viku næstu mánuði.

Í fyrsta þættinum eftir hlé var rekstur Ölgerðarinnar til umfjöllunar og farið var í ítarlegan samanburð á danska félaginu Royal Unibrew sem svipar til Ölgerðarinnar en er þó um 8x stærra að markaðsvirði .

Ingvi Þór Georgsson og Arnar Þór Ólafsson, umsjónarmenn Pyngjunnar.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Collab eða Collapse?

Flest augu beinast nú að því hvort orkudrykkurinn Collab verði sá vaxtarsproti sem væntingar hafa verið gerðar til. Með um 8 milljónir seldra dósa í fyrra og útflutning í startholunum ríkir mikil eftirvænting eftir gengi drykkjarins á erlendum mörkuðum. Aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar tilkynnti útrás drykkjarins til Noregs í nóvember síðastliðnum en var svo var látinn fara nokkrum mánuðum síðar.

Útrás Collab í Noregi fékk litla athygli í síðasta uppgjöri og virðist bara vera í sölu í heilsubúðinni Kinsarvik Naturkost.

Öllu augu fjárfesta og áhangenda upprisu Collab beinast nú að viðtökum Dana og Finna við drykknum en í síðasta uppgjöri var fjallað ítarlega um áætlanir, markaðssetningu og samstarfsaðila. Því beinast nú öll augu að Danmörku og Finnlandi.

Ölgerðin nefndi í fjárfestakynningu sinni að útrásin myndi kosta um 2-300 milljónir króna á þessu ári en af samtölum Pyngjubræðra við aðra aðila á drykkjarvörumarkaði þá telja flestir að Ölgerðin þurfi að fjárfesta töluvert hærri upphæðum til að ná fótfestu á Norðurlöndum í harðri samkeppni við meðal annars Nocco, RedBull og CULT sem Royal Unibrew hóf að selja 2023.

Vatnavextir í rekstri

Rekstur Ölgerðarinnar hefur tekið miklum breytingum síðan félagið fór á markað. En þeir félagar tala um „vatnavexti“ í rekstrarreikningi félagsins, þar sem sala Iceland Spring hafði mikil áhrif á tekjuvöxt félagsins. Á seinasta rekstrarári bætti Ölgerðin við sig hlut í Iceland spring og er nú ráðandi hluthafi í félaginu með 51% eignarhluta.

Þátturinn er nú aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum