Undir styrkri stjórn frumkvöðulsins Guðmundar Fertram Sigurjónssonar óx Kerecis og dafnaði. Kerecis var selt síðasta sumar á 180 milljarða króna til danska lækningafyrirtækisins Coloplast.
Guðmundur Fertram, sem er forstjóri Kerecis, er í viðtali í sérblaðinu Iðnþing 2024, þar sem hann er meðal annars spurður hvort hann geti gefið ungum frumkvöðlum ráð.
Hann segir að árangursrík nýsköpun tengist ekki eingöngu því að hafa þekkingu á tækni heldur allri virðiskeðjunni — hvernig verðmæti skapist í viðkomandi geira.
„Skilningur á tækni er auðvitað mikilvægur en einnig skilningur á markaðsaðgengi; hvernig hagnaður skapast; hver viðhorf kaupenda sé; hverjir taki ákvarðanir um kaup; hvaða boðskap sölumenn útbreiði og svo framkvegis," segir Guðmundur Fetram. „Innan þeirra fyrirtækja sem fást við nýsköpun verður að vera þekkingu á allri þessari keðju - ef þekkingin er ekki til staðar mistakasta verkefnin, og það er að gerast allt of oft.”
Guðmundur Fertram segir að frumkvöðlar, sem séu að stíga sín fyrstu skref, þurfi að vera meðvitaðir um virðiskeðjuna. Á fyrstu árum verkefna þurfi að kalla til hóp meðstofnanandi, sem hafi víðtæka reynslu á virðiskeðjunni.
„Oft skortir í upphafi fjármuni til að greiða þessum sérfræðingum, en upplagt er að leysa það með hlutafé og beintengja viðkomandi árangri verkefnisins,” segir hann. „Þetta gerði ég einmitt í Kerecis. Ég bjó til hóp sem í voru til að mynda einkaleyfalögfræðingur, læknar og aðrir með víðtæk sérþekkingu. Það var mjög mikilvægt að við hlið stofnanda var hópur sem gat hjálpað við að drífa verkefnið áfram.”
Viðtalið birtist í sérblaðinu Iðnþing 2024. Hægt er að lesa það í heild hér.