Bjark­ey Ol­sen Gunnars­dóttir mat­væla­ráð­herra hefur veitt Hval hf. veiði­leyfi til veiða á lang­reyðum.

Samkvæmt tilkynningu frá matvælaráðunyetinu gildir fyrir veiði­tíma­bilið 2024 og verður leyfi­legt veiði­magn 99 dýr á svæðinu Græn­land/Vestur-Ís­land og 29 dýr á svæðinu Austur-Ís­land/Fær­eyjar eða sam­tals 128 dýr.

Bjark­ey Ol­sen Gunnars­dóttir mat­væla­ráð­herra hefur veitt Hval hf. veiði­leyfi til veiða á lang­reyðum.

Samkvæmt tilkynningu frá matvælaráðunyetinu gildir fyrir veiði­tíma­bilið 2024 og verður leyfi­legt veiði­magn 99 dýr á svæðinu Græn­land/Vestur-Ís­land og 29 dýr á svæðinu Austur-Ís­land/Fær­eyjar eða sam­tals 128 dýr.

Segir á vef stjórnarráðsins að ákvörðun um veiði­magn sé innan marka ráð­gjafar Haf­rann­sókna­stofnunar frá 2017 og tekur mið af var­færnum vist­kerfis­stuðlum Al­þjóða­hval­veiði­ráðsins.

Á­kvörðunin byggir á var­úðar­nálgun og endur­speglar auknar á­herslur stjórn­valda á sjálf­bæra nýtingu auð­linda.

Eins og fram hefur komið í Fiskifréttum liggja fyrir tvær umsóknir um leyfi til hvalveiða. Er það annars vegar umsókn frá Hvali hf. um leyfi til veiða á langreyði og hins vegar ein umsókn um heimild til hrefnuveiða.

Mun þar vera um að ræða Þórð Steinar Lárusson á skipinu Deili GK að því er fram kom á visir.is fyrir fimm dögum. Þar sagði að Þórður hefði stundað veiðar á hrefnu á árunum 2009 til 2014.