ORF líftækni og enska vistkjötsfyrirtækið Ivy farm stóðu fyrir viðburði þann 16. maí þar sem boðið var upp á pallborðsumræður og smökkun á vistkjöti.

Matreiðslumaðurinn Ólafur Örn Ólafsson frá veitingastaðnum Brút sá um að elda vistkjötið og kjötbollurnar sem nokkrir fengu að gæða sér á. Það var einnig boðið upp á Angus nauta-vistkjöt, sem þykir með því besta kjöti sem fyrirfinnst.

ORF líftækni og enska vistkjötsfyrirtækið Ivy farm stóðu fyrir viðburði þann 16. maí þar sem boðið var upp á pallborðsumræður og smökkun á vistkjöti.

Matreiðslumaðurinn Ólafur Örn Ólafsson frá veitingastaðnum Brút sá um að elda vistkjötið og kjötbollurnar sem nokkrir fengu að gæða sér á. Það var einnig boðið upp á Angus nauta-vistkjöt, sem þykir með því besta kjöti sem fyrirfinnst.

Viðburðurinn var haldinn í tilefni af Iceland Innovation Week sem haldin er ár hvert í maí, í þeim tilgangi að lyfta upp íslenskri nýsköpun og fyrirtækjum. Ásthildur Otharsdóttir stýrði umræðum á milli Riley Jackson frá Ivy Farm, Birni Lárusi Örvari, meðstofnanda ORF Líftækni, og Birgittu Guðrúnu Schepsky Ásgrímsdóttur, meðstofnanda Sea Growth, um mikilvægi vistkjöts í baráttunni gegn hamfarahlýnun.

Fjölmargir aðilar úr matvælageira- og tæknigeiranum sóttu viðburðinn ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra.

„Það er spennandi að sjá þróunina sem er á framleiðslu vistkjöts í heiminum og gaman að sjá íslenskt fyrirtæki, ORF Líftækni, taka þátt í því. Iceland Innovation Week hefur verið fjölbreytt og að fá að smakka vistkjöt frá Ivy Farm var frábær upplifun,“ segir Áslaug Arna.