Þegar Ís­land inn­leiddi afleidda reglu­gerð um tæknileg matsviðmið flokkunar­kerfis, í tengslum við EU-Taxono­my flokkunar­reglu­gerðina frá ESB, var fjár­mála­ráðu­neytið full­með­vitað um að stór hluti reglu­gerðarinnar ætti ekki við hér á landi og myndi leiða til þess að ís­lensk fyrir­tæki gætu ekki sinnt sam­svarandi upp­lýsinga­gjöf og fyrir­tæki í Evrópu.

Að­eins fjórar um­sagnir bárust fjár­mála­ráðu­neytinu þegar reglu­gerð um flokkunar­kerfi fyrir sjálf­bærar fjár­festingar var birt í sam­ráðs­gátt.

Þegar Ís­land inn­leiddi afleidda reglu­gerð um tæknileg matsviðmið flokkunar­kerfis, í tengslum við EU-Taxono­my flokkunar­reglu­gerðina frá ESB, var fjár­mála­ráðu­neytið full­með­vitað um að stór hluti reglu­gerðarinnar ætti ekki við hér á landi og myndi leiða til þess að ís­lensk fyrir­tæki gætu ekki sinnt sam­svarandi upp­lýsinga­gjöf og fyrir­tæki í Evrópu.

Að­eins fjórar um­sagnir bárust fjár­mála­ráðu­neytinu þegar reglu­gerð um flokkunar­kerfi fyrir sjálf­bærar fjár­festingar var birt í sam­ráðs­gátt.

Í þremur þeirra, sem Brim­borg, Deloitte og Lands­virkjun skrifuðu, var ráðu­neytinu bent á að í reglu­gerðinni og undir­gerðum hennar væri vísað til við­miða sem fram koma í Evrópu­sam­bands­gerðum sem ekki hafa verið teknar upp í EES-samninginn og inn­leiddar hér á landi.

Í um­sögn Deloitte sem Gunnar Sveinn Magnús­son, með­eig­andi og yfir­maður sjálf­bærni­ráð­gjafar, skrifaði segir að aðilar muni „í­trekað reka sig á horn þar sem evrópskar til­skipanir eða reglu­gerðir hafa ekki verið inn­leiddar hér á landi með full­nægjandi hætti, með þeirri af­leiðingu að Taxono­my-upp­lýsinga­gjöf verður glopp­óttari en ella.”

Gunnar nefnir fjöl­mörg dæmi um til­skipanir sem Ís­land hefur ekki inn­leitt, rang­lega inn­leitt eða ekki sinnt með full­nægjandi hætti sem munu hafa á­hrif.

„Að mati Deloitte skýtur það skökku við að hið opin­bera leggi slíkar kröfur á fyrir­tæki, án þess að hafa staðið skil á sínu áður en til þess kemur. Að sama skapi er ljóst að vanda verður betur til verka við frekari inn­leiðingu á sjálf­bærni­reglu­verki ESB, sem er í mótun sem stendur og væntan­legt á næstu misserum,” skrifar Gunnar en von er á að Al­þingi inn­leiði til­skipun ESB um sjálf­bærni­upp­lýsingar fyrir­tækja (CSRD) í haust, sem gæti haft af­leidd á­hrif á minni fyrir­tæki.

Að öllum líkindum mun Ís­land einnig inn­leiða CSDDD (Cor­porate Susta­ina­bility Due Dili­gence Directi­ve) bráð­lega en mark­mið CSDDD er að stuðla að því að fyrir­tæki taki til­lit til um­hverfis- og mann­réttinda­sjónar­miða.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.