Innviðaráðuneytið hefur skrifað undir endurnýjun á þjónustusamningi við Neytendasamtökin. Stuðningur ráðuneytisins til samtakanna nemur 7,5 milljónum króna fyrir árið 2025, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Þjónustusamningnum er ætlað að tryggja að Neytendasamtökin muni áfram veita leigjendum og leigusölum ráðgjöf og þjónustu,

Þá fá samtökin sérstakan styrk til að þýða vef Leigjendaaðstoðarinnar á fleiri tungumál en vefurinn er nú þegar aðgengilegur á íslensku, ensku og pólsku.

Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna hefur verið starfrækt frá árinu 2011. Þjónustan felst einkum í að veita leigjendum og leigusölum íbúðarhúsnæðis upplýsingar um rétt þeirra og skyldur samkvæmt húsaleigulögum og veita leigjendum lögfræðiráðgjöf þegar upp kemur ágreiningur vegna leigusamninga um íbúðarhúsnæði. Þjónusta Leigjendaaðstoðarinnar er fólki að kostnaðarlausu.