Norðlenska bruggfyrirtækið Eldfjallabrugg setti á markaðinn tvær nýjar vörutegundir í júlí, annars vegar vodka og hins vegar gin. Fyrirtækið hefur starfað í ríflega þrjú ár og hefur framleitt svonefnda gosbjóra með nafninu Volcanic.
Í samtali við Vikudag segir Alfreð Pálsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að þótt varan hafi ekki verið lengi á markaði hafi viðtökur verið mjög góðar. Hann segir að viðtæður standi yfir um útflutning á sterku drykkjunum, m.a. sé verið að skoða möguleika á að selja vöruna í Rússlandi og einnig í Balkanskagalöndunum, Norðurlöndin séu einnig inni í þeirri mynd og þá hafi Bretar einnig sýnt vörunni áhuga.
Að sögn Alfreðs er einnig áhugi fyrir gosbjórnum erlendis, en að það svari ekki kostnaði að flytja út flöskur. „Við erum því að skoða hvort hægt er að framleiða og tappa gosbjórnum á í verksmiðjum úti með framleiðsluleyfi frá okkur.“