Kara Rut Hanssen, stofnandi og eigandi Reykjavik Rollers, segir að hingað til hafi flestir viðskiptavinir fyrirtækisins verið erlendir ferðamenn. Síðan starfsemin hófst hafa þó margir gangandi vegfarendur rekið augun í hjólin og spurt út í þau.

Það var þessi aukni áhugi sem varð til þess að fyrirtækið fór að skoða þann möguleika að bjóða upp á hjólaleigu fyrir bæði erlenda og innlenda viðskiptavini.

Kara Rut Hanssen, stofnandi og eigandi Reykjavik Rollers, segir að hingað til hafi flestir viðskiptavinir fyrirtækisins verið erlendir ferðamenn. Síðan starfsemin hófst hafa þó margir gangandi vegfarendur rekið augun í hjólin og spurt út í þau.

Það var þessi aukni áhugi sem varð til þess að fyrirtækið fór að skoða þann möguleika að bjóða upp á hjólaleigu fyrir bæði erlenda og innlenda viðskiptavini.

„Það er sams konar fyrirkomulag með þessi hjól og með rafhlaupahjólin. Það mega allir 13 ára unglingar keyra á þessi hjól eins og á hverri annarri vespu. Við erum þó ekki að leigja þessi hjól út til 13 ára unglinga þar sem við erum með 18 ára aldurstakmark,“ segir Kara.

Reykjavík Rollers hóf starfsemi í fyrra en sumarið í ár verður fyrsta heila sumar fyrirtækisins og inniheldur einn vinsælasti dagtúrinn rúnt á rafhjóli sem endar svo í kjötsúpuveislu í Öskjuhlíðinni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.