Raf­hlaupa­hjóla­leigan Tier Mobility, sem fé­lag Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­sonar á­samt öðrum þremur öðrum fjár­festi í fyrir 100 milljón dollara árið 2020, hefur hlotið al­þjóð­leg verð­laun á Ír­landi.

Írska ríkið veitti 26 fyrir­tækjum verð­laun fyrir að vera drif­krafturinn á bak við mark­mið Ír­lands að mæta sjálf­bærni­stefnu Sam­einuðu þjóðanna.

Hlaupa­hjóla­leigan, sem býður þjónustu sína í yfir 200 borgum í 22 löndum, er sú stærsta í heimi. Alls komu 80 fyrir­tæki til greina til að fá verð­launin á Ír­landi en Twitter að­gangur Björg­ólfs vekur at­hygli á árangrinum.

Árið 2020 tryggði Tier Mobility 100 milljóna dollara (tæp­lega 13 milljarðar ís­lenskra króna á þá­verandi gengi) fjár­mögnun frá Novator, RTP Global, banda­rísku fjár­festinga­fé­lagi og Muba­dala.

Fjár­mögnunin var veitt í hluta­fjár og láns­fjár­magni.

Árið 2020 var Tier Mobility í 55 borgum í ellefu löndum en fjár­mögnunin sem Björg­ólfur og fé­lagar veittu var nýtt til að stækka við sig og bjóða upp á þjónustuna í fleiri borgum Evrópu.