Rafhlaupahjólaleigan Tier Mobility, sem félag Björgólfs Thors Björgólfssonar ásamt öðrum þremur öðrum fjárfesti í fyrir 100 milljón dollara árið 2020, hefur hlotið alþjóðleg verðlaun á Írlandi.
Írska ríkið veitti 26 fyrirtækjum verðlaun fyrir að vera drifkrafturinn á bak við markmið Írlands að mæta sjálfbærnistefnu Sameinuðu þjóðanna.
Hlaupahjólaleigan, sem býður þjónustu sína í yfir 200 borgum í 22 löndum, er sú stærsta í heimi. Alls komu 80 fyrirtæki til greina til að fá verðlaunin á Írlandi en Twitter aðgangur Björgólfs vekur athygli á árangrinum.
Árið 2020 tryggði Tier Mobility 100 milljóna dollara (tæplega 13 milljarðar íslenskra króna á þáverandi gengi) fjármögnun frá Novator, RTP Global, bandarísku fjárfestingafélagi og Mubadala.
Fjármögnunin var veitt í hlutafjár og lánsfjármagni.
Árið 2020 var Tier Mobility í 55 borgum í ellefu löndum en fjármögnunin sem Björgólfur og félagar veittu var nýtt til að stækka við sig og bjóða upp á þjónustuna í fleiri borgum Evrópu.