Rafmagnslaust er víða á Spáni og í Portúgal, þar á meðal í Madríd og Lissabon. Raforkuflutningsfyrirtækið Red Electricia, segist vinna nú að því með orkufyrirtækjum að koma rafmagninu aftur á.
Spænska ríkisstjórnin hefur boðað til krísufundar á skrifstofum Red Electrica vegna atviksins, samkvæmt dagblaðinu El Pais.
Rafmagnstruflanirnar ná einnig til Frakklands. Spænskir fjölmiðlar segja að rafmagnslaust hafi orðið í Sevilla, Barcelona og Valencia. Þá hafi símalínur legið niðri víða um landið.
Búið er að rýma hluta af neðanjarðarlestarkerfi Mardíd og umferðarteppur hafa myndast víða í höfuðborginni þar sem umferðarljós virka ekki sem skyldi.
Búið er að stöðva keppni á Madrid Open tenniskeppninni vegna rafmagnstruflana.