Breski rafrettuframleiðandinn Supreme hefur bjargað te-fyrirtækinu Typhoo frá gjaldþroti en Supreme gekk frá kaupum á fyrirtækinu í vikunni fyrir 10 milljónir punda. Typhoo var stofnað árið 1903 og markaði upphaf tepoka.

Undanfarin ár hafa tekjur fyrirtækisins þó dregist saman og skuldir aukist sem leiddi til þess að fyrirtækið sótti um greiðsluskjól á dögunum. Nýir eigendur horfa til þess að útvista hluta starfseminnar og telja að rekstrarhagnaðarhlutfall Typhoo gæti orðið um 30%.

Sandy Chadha, forstjóri Supreme, segir kaupin falla vel að stefnu fyrirtækisins um aukna fjölbreytni í eignasafninu. Til viðbótar við rafrettur er Supreme umboðsaðili Duracell og Energizer rafhlaðna og festi nýlega kaup á drykkjaframleiðandanum Clearly Drinks.