Hagnaður Pólóborgar ehf. nam 179 milljónum króna á síðasta ári. Hagnaðurinn tæplega þrefaldaðist á milli ára, en hann nam 68 milljónum árið 2020.
Félagið stafrækir söluturna auk þess að flytja inn rafrettur og tengdan varning. Velta félagsins nam rúmlega 950 milljónum króna í fyrra, jókst um meira en 200 milljónir á milli ára.
Eignir félagsins námu 239 milljónum króna í lok árs 2021. Þá nam eigið fé félagsins 165 milljónum króna í lok árs 2021, en þeir Snorri Guðmundsson og Sindri Þór Jónsson eiga félagið til helminga.
Félagið rekur fjórar rafrettuverslanir, þrjár undir merkjum Póló á Bústaðarvegi, Hamraborginni í Kópavogi og Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði, og Bláu sjoppuna sem er í Starengi í Grafarvogi.
Fjallað verður nánar um Fitjaborg og Pólóborg í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun.