VR hef­ur ákveðið að slíta sig úr breiðfylk­ingu stétta­fé­laga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA). Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starf­greina­sam­bands­ins, staðfestir þetta í sam­tali við mbl.is

Starfs­greina­sam­bandið, Efl­ing og Samiðn munu í sameiningu halda áfram kjaraviðræðunum við SA. Vilhjálmur gerir ráð fyrir að fundað verði stíft alla helgina. Í gær greindi mbl.is frá því að breiðfylkingin hefði náð samkomulagi við SA um forsenduákvæði samningsins.

„Samstaðan er það sem skipt­ir máli í öllu í því sem fólk tek­ur sér fyr­ir hend­ur hvort sem það er í fé­laga­sam­tök­um, íþrótt­um eða hverju sem er. Þetta var niðurstaða VR. Samn­ings­um­boðið ligg­ur hjá hverju land­sam­bandi og fé­lagi fyr­ir sig og þannig er lýðræðið,“ sagði Vil­hjálm­ur, spurður af blaðamanni mbl.is um hvort það sé högg fyrir breiðfylkinguna að samstarfið við VR hafi slitnað.